QUIN- Iceland.
(Icelandic Women Inventors and Innovators Network)

QUIN-Iceland was founded on July 11th 2007. Our goal is to connect inventive women in Iceland and to cooperate with similar assocations globally :
- to make female inventors and innovators visible and noticeable to society
- to give female inventors and innovators contacts with other female in other countries
- to encourage women to develop their creativity and realize their ideas
- both social and technical ones
- for the benefit of society.

We will reach these goals by rewarding women for their invention and by taking part and planning exhibitions and conferences in Iceland and internationally.

Board members:
Elinora Inga Sigurdardottir, formaður founder and chairman elinoras@gmail.com

Hanna Stefánsdóttir gjaldkeri
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir ritari
Hulda Sveinsdóttir meðstjórnandi
Kolbrún Hjörleifsdóttir meðstjórnandi


EUWIIN 2017

EOPEAN WOMEN INVENTORS & INNOVATORS NETWORK

Exhibition, Conference, & Award Ceremony

Bari, Italy, 28- 29 June 2017


EUWIIN 2011

 


EUROPEAN WOMEN INVENTORS & INNOVATORS NETWORK

Exhibition, Conference, & Award Ceremony

Reykjavik, Iceland, 7- 8 September 2011

 Asa Magnusson hlaut evrópuverðlaun frumkvöðlakvenna.
Nánar hér
 

 

Photos from EUWIIN 2011 - Jón Svavarsson photographer Motiv

More photos from EUWIIN 2011

Um EUWIIN 2011 í fréttum mbl.

Um EUWIIN 2001 í finnska TV

PROGRAM

Íslenskar konur í nýsköpun halda fyrstu ráðstefnuna í Hörpu

KVENN – EUWIIN - GWIIN

Samtök frumkvöðlakvenna ætla að halda glæsilega alþjóðlega ráðstefnu í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þann 7. – 8. september næstkomandi. Gert ráð fyrir að minnsta kosti 300 konum víðsvegar að úr heiminum.

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi kvenna og vonast er til að það muni stuðla að betri tækifærum kvenna og auka áhugann á málefninu.

Borgarstjórinn í Reykjavík mun opna ráðstefnuna með móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 6. september 2011. Röð fyrirlestra og pallborðsumræðna munu fara fram í Hörpu dagana 7. og 8. september með stuttum hádegis og kaffihléum þar sem boðið verður upp á létt snarl. Ráðstefnugestir fá að njóta tónlistaratriðis í boði Hörpu í tilefni opnunar hússins.
Ráðstefnan í Hörpu verður fjölmennasta samkoma frumkvöðlakvenna í Evrópu á þessu ári. Það verða fluttir fyrirlestrar þar sem  m.a. verður fjallað um hugverkaréttindi, vöruþróun, stofnun fyrirtækja,  fjárfestingar, markaðsvæðingu og upplýsingatækni. Tölfræðin sýnir að konur fá 20% af styrkjum sem í boði eru á Íslandi og fá lægri styrk upphæðir. Konur eiga 9% af skráðum einkaleyfum í Evrópu. Konur eiga 20% af fyrirtækjum á Íslandi. Konur eiga 5-15% af tæknifyrirtækjum í Evrópu. Þessar tölur sýna að mikil þörf er á að hvetja konur áfram og að gera þær konur sýnilegar sem framkvæma hugmyndir sínar.

Þeim konum sem tilnefndar verða til viðurkenningar mun gefast kostur á að sýna og kynna verkefni  sín eða vörur  á ráðstefnunni.
Kadeco hefur boðið þátttakendum í heimsókn að kvöldi 7. september 2011. Þar verður gestum m.a. boðið að horfa á tískusýningu þar sem íslenskir og erlendir hönnuðir munu sýna glæsilega umhverfisvæna hönnun, undir stjórn breska hönnuðarins Adubayo Jones. Ráðstefnunni lýkur síðan með hátíðarkvöldverði í Bláa Lóninu þar sem viðurkenningar verða veittar þeim uppfinninga- og frumkvöðlakonum sem þykja hafa skarað fram úr.
Félag kvenna í nýsköpun, KVENN, var stofnað árið 2007. Þá komu saman konur sem fengust við nýsköpun á ýmsum sviðum, sumar höfðu fengið alþjóðlegar viðurkenningar og tekið þátt í Nýsköpunarkeppnum og aðrar voru búnar að stofna fyrirtæki um hugmyndir sínar. Það er íslenska tengslanetið KVENN sem ber hitann og þungann af skipulagi þingsins að þessu sinni en félagið á aðild að evrópska tengslanetinu EUWIIN og GWIIN, alþjóðlegu tengslaneti  frumkvöðlakvenna, sem teygir anga sína til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.
Fjölmennar ráðstefnur EUWIIN, í Berlín 2007 og síðan Helsinki 2009 sýndu, svo ekki varð um villst, að mikil þörf var á tengslaneti á borð við þau sem hér um ræðir enda þykja þau hafa skapað frjóan jarðveg og vettvang fyrir skapandi og hugmyndaauðugar konur.

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður Félags kvenna í nýsköpun, í síma 898 4661. Netfang: elinoras@gmail.com. Upplýsingar og skráning    er á www.kvenn.net

 

puffins

 

 

 


Nýsköpunarstyrkir Landsbankans

EUWIIN 2011!


Get poster here

 

Hugvitskonur heiðraðar


Samningur undirritaður vð Orkuveitu Reykjavíkur