QUIN- Iceland.
(Icelandic Women Inventors and Innovators Network)

QUIN-Iceland was founded on July 11th 2007. Our goal is to connect inventive women in Iceland and to cooperate with similar assocations globally :
- to make female inventors and innovators visible and noticeable to society
- to give female inventors and innovators contacts with other female in other countries
- to encourage women to develop their creativity and realize their ideas
- both social and technical ones
- for the benefit of society.

We will reach these goals by rewarding women for their invention and by taking part and planning exhibitions and conferences in Iceland and internationally.

Board members:
Elinora Inga Sigurdardottir, founder and chairman elinoras@gmail.com

Agustina Ingvarsdottir
Dorotea H.Sigurdardottir
Kolbrun Hjorleifs
Maria Ragnarsdottir
Svanborg R. Jonsdottir
Thuridur Gudmundsdottir.

 

KVENN - QUIN - Iceland

 

Fyrsta stjórn KVENN

 

 

KVENN - QUIN - Iceland

Stofnfundur KVENN (erlend heiti QUIN-Iceland og   IWIIN- Icelandic Women Inventors and Innovators Network), sem er félagsskapur uppfinninga- og frumkvöðlakvenna var haldinn í Perlunni 11.júlí 2007.  Þar voru mættar konur sem allar fást við nýsköpun á ýmsum sviðum. M.a. þær sem hafa fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir nýsköpun sína og ungar konur sem hafa tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Tengslanetið KVENN mun hafa það markmið að gera konur sýnilegri á sviði uppfinninga og frumkvöðlastarfsemi. KVENN mun verða í   norrænu og alþjóðlegu samstarfi við að vekja athygli á nýsköpun kvenna og búa þar með til jákvæðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir.
KVENN mun leitast við að vera í samstarfi við hin ýmsu félög, skóla og atvinnulíf, til þess að ná því markmiði sínu að gera konur sýnilegri og afkastameiri á sviði uppfinninga og í frumkvöðlastarfsemi.
Í stjórn voru kosnar: Ágústína Ingvarsdóttir, Life-Navigation, Dórótea H. Sigurðardóttir, háskólanemi, Kolbrún Hjörleifs, skólastjóri , Doktor María Ragnarsdóttir,REMO ehf., sjúkraþjálfari , Svanborg R.Jónsdóttir , kennari og doktorsnemi í nýsköpunarmennt, Þuríður Guðmundsdóttir, MOA og TÆR cosmetic og nýkrýndur vinningshafi EUWIIN verðlauna. Elinóra Inga Sigurðardóttir var kosinn formaður KVENN en hún hefur verið fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti uppfinninga og frumkvöðlakvenna, QUIN, frá 1996 og er höfundur að heimasíðu þeirra www.quinnetwork.com . Hún hefur skipulagt sýningar og ráðstefnur fyrir samtökin hér á landi árin 2001,2004 og 2005. Hún hefur einnig haldið fyrirlestra m.a. á OECD fundi í París 2002 og á fundi Business Women Network í Washington DC 2003, um mikilvægi tengslaneta, nýsköpunar kvenna og því að byggja upp sterkar og jákvæðar fyrirmyndir.
Allar þær konur sem fást við nýsköpun, eru hugmyndaríkar eða vilja auka kvennanýsköpun eru hvattar til þess að hafa samband við stjórn KVENN og gerast félagar

Ný stjórn var kosin í desember 2008. Hana skipa:

Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður
Hanna Stefánsdóttir gjaldkeri
María Ragnarsdóttir ritari
Guðrún Guðrúnardóttir meðstjórnandi
Kolbrún Hjörleifsdóttir meðstjórnandi

 

Stofnfélagar KVENN 2007