NYHUGMYND.COM

RETINUS DEVELOPEMENT, since 1997

 

Allir fá góðar hugmyndir
– þú líka!

Neisti hugvits býr í öllum.  Góðar hugmyndir geta kviknað hjá hverjum sem er, án tillits til menntunar eða stöðu. 

 


OUR SPONSORS:


LÖG SFH

SAMTÖK FRUMKVÖÐLA OG HUGVITSMANNA

Lög

1. gr.  Nafn og heimili
Félagið heitir SAMTÖK FRUMKVÖÐLA OG HUGVITSMANNA.  Nafnið er skammstafað SFH, en stuttheiti er FRUMVIT.  Alþjóðlegt heiti samtakanna er Association of Icelandic Innovators and Inventors.
Heimili og varnarþing er það sama og formanns hverju sinni. 
Kennitala SFH er 510196-2879.

2. gr.  Tilgangur
I.    Að vera samstarfsgrundvöllur og tengslanet fyrir einstaklinga og aðila sem vinna að uppfinningum, þróun og framgangi nýrra aðferða, vöru og þjónustu.
II.   Að vera málsvari frumkvöðla og hugvitsmanna og vinna að réttindum þeirra.
III.  Að skapa farvegi til að nytsamar hugmyndir komist á framfæri.
IV. Að efla tækniframfarir og velmegun með fræðslu og hvatningu til nýtingar hugvits.
V.  Að  stuðla að varðveislu menningararfs þjóðarinnar á þessu sviði.
Stjórn SFH mótar á hverjum tíma stefnu samtakanna og þær leiðir sem henni þykir henta til að ná tilgangi og markmiðum félagsins. 

3. gr.  Aðild og skilgreiningar
SFH eru samtök uppfinningamanna og frumkvöðla, en einnig opin öðru áhugafólki
Uppfinningamaður (e. Inventor) er sá sem finnur upp ný tæki, nýja vöru eða nýja þjónustu.  Frumkvöðull (e. Innovator) er sá sem drífur áfram nýjung. 

Aðildargjöld eru í samræmi við ákvörðun aðalfundar.  Stjórn SFH heldur félagaskrá með nöfnum, kennitölum, heimilis- og netföngum aðildarfélaga.

4. gr. Fjárhagur
Stjórn SFH vinnur að tekjuöflun eftir þeim leiðum sem mögulegar eru hverju sinni.  M.a. kynnir hún samfélagslegt mikilvægi samtakanna fyrir stjórnvöldum og leitar eftir opinberum stuðningi og styrkjum.  Einnig leitar stjórnin eftir skilningi og stuðningi annarra, s.s. fyrirtækja og samtaka, eftir því sem tök eru á hverju sinni.
Reikningsár og starfsár SFH er almanaksárið.  Í upphafi hvers árs mótar stjórnin fjárhagsáætlun í samræmi við efnahag og fyrirsjáanlegar tekjur.

5. gr.  Aðalfundir og aukafundir
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum SFH.  Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert.  Til hans er boðað með tölvupósti eða öðrum tryggum hætti, með minnst sjö daga fyrirvara.  Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. 
Á aðalfundum skal m.a. rætt og ákvarðað um eftirfarandi mál:  Kosning fundarstjóra og fundarritara; skýrslu stjórnar og ársreikninga; lagabreytingar; kosning stjórnar og skoðunarmanna; ákvörðun félagsgjalds og önnur mál.
Almenna aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða endurskoðenda eða að kröfu tíunda hluta skráðra félagsmanna.  Skal stjórn boða aukafund án tafar og með sama fyrirvara og aðalfund.
Skráðir félagar eiga seturétt, tillögurétt og atkvæðisrétt á aðal- og aukafundum.  Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála.  Sjá þó gr. 7 um lagabreytingar.

6. gr.  Stjórn SFH
Stjórn SFH skipa 3 aðalmenn og 3 varamenn.  Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt, en hafa því aðeins atkvæðisrétt að þeir hafi tekið sæti aðalmanns í stjórn.  Stjórnin skiptir með sér verkum fomanns, gjaldkera og ritara á fyrsta stjórnarfundi sínum.
Stjórnin gætir hagsmuna samtakanna og stýrir málefnum þeirra milli aðalfunda.  Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum samtakanna og bókhaldi.
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir og stjórn ákveður.  Formaður boðar til funda með hæfilegum fyrirvara, þó ekki skemmri en eins sólarhrings.  Stjórnarfundir eru gildir ef meirihluti stjórnarmanna eða varamanna þeirra mætir.  Meirihluti ræður úrslitum við ákvarðanir.   Færðar eru fundargerðir á stjórnarfundum og þær varðveittar.

7. gr.  Ýmis ákvæði
Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda fái breytingatillagan 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Tillaga um slit samtakanna skal sæta sömu meðferð og lagabreytingar.  Komi til slita skal á sama fundi ákveða hvernig farið verður með eignir og skuldir samtakanna.

 

Samþykkt á aðalfundi SFH desember 2010

 

_________________________________

Valdimar Össurarson, ritari SFH

 

Skrifstofa SFH í Eldey í Ásbrú er opin á þriðjudögum milli 13-15, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Valdimar í síma: 862 2345.

Stjórnarmenn SFH eru:

Gísli Gíslason, formaður gisli.gislason@gmail.com
Valdimar Össurarson guva@simnet.is
Elinóra Inga Sigurðardóttir elinoras@gmail.com
Eggert Ólafsson gjaldkeri eggert_thora@hotmail.com
Róbert Rósmann varamaður ballans@simnet.is