NYHUGMYND.COM

RETINUS DEVELOPEMENT, since 1997

 

Allir fá góðar hugmyndir
– þú líka!

Neisti hugvits býr í öllum.  Góðar hugmyndir geta kviknað hjá hverjum sem er, án tillits til menntunar eða stöðu. 

 


OUR SPONSORS:


STEFNA SFH

Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna

Stefna

  1. SFH vill bæta farvegi fyrir framgang nýrra hugmynda og efla með því nýsköpun; auka vægi hennar og sýnileika.  M.a. með því að hafa áhrif á reglusetningu og stjórnun.
  2. SFH vinnur að því að allir frumkvöðlar og hugvitsmenn eigi möguleika á að koma nýsköpunarhugmyndum á framfæri; þróa þær og hagnýta það sem raunhæft er, í þágu frumkvöðuls og samfélags.
  3. SFH heldur úti virkri vefsíðu, þar sem m.a. eru upplýsingar sem hafa hagnýtt gildi fyrir frumkvöðla og hugvitsmenn, fréttir af starfseminni og leiðir inn á gagnlega vefi.  Auk þess er þar hvatt til frumkvöðlastarfs og nýsköpunar.
  4. SFH leitast við að byggja upp skilning og tengsl milli hugmyndasmiða innbyrðis, m.a. með netsamskiptum, fundum, ráðstefnum og námskeiðum.
  5. SFH stuðlar að kynningar- og fræðslustarfi til að hvetja til frumkvöðlastarfs og til að auka hæfni þeirra sem þróa hugmyndir og nýjungar.
  6. SFH vinnur að eflingu tengsla milli hugvitsmanna, atvinnulífs, skólastarfs og stjórnsýslu, m.a. í þeim tilgangi að auka skilning á störfum hugvitsmanna, efla samtökin og auðvelda framgang hugmynda.
  7. SFH viðheldur virkum tengslum við systursamtök erlendis og alþjóðasamtök hugvitsmanna, ásamt góðu samstarfi við hliðstæð samtök hérlendis.
  8. SFH stuðlar að söfnun verka og upplýsinga sem varða starfsemi og árangur hugvitsmanna, bæði til varðveislu og til hvatningar fyrir upprennandi kynslóðir.

 

Hafðu samband.

Símanúmer og netföng stjórnarmanna SFH er að finna hér.